Í litlu dalverpi innst í Mókollsdal á Ströndum liggur hið sérstæða Bleikjuholt, þekktasti fundarstaður kaólíns eða postulínsleirs á Íslandi. Nafnið á holtinu vísar til leirsins, sem er hvítur eða fölbleikur að lit, en hann þótti af mörgum góður sem sárasmyrsl. Leirskellan tengist fornum jarðhita á svæðinu en um Bleikjuholtið liggur veðraður berggangur sem leitt hefur jarðhitavatn djúpt neðan að upp í átt að yfirborði.
Staðurinn hefur eflaust verið þekktur frá fornu fari en er fyrst getið í Ferðabók Eggerts og Bjarna árið 1772. Milli 1775 og 1785 rannsökuðu Danir leirinn með nýtingu hans í huga sem innlends hráefnis í postulínsframleiðslu sína, sem var þá nýhafin í hinni konunglegu postulínsverksmiðju í Kaupmannahöfn. Töluvert magn var sent með skipi til Danmerkur en það hvarf í hafi og varð því ekkert af vinnslu bleikjunnar.
Lítið var hreyft við holtinu næstu 150 ár á eftir en Bretar rannsökuðu það í kringum 1940 og tóku þaðan á hestum um 50 tonn af kaólíni til nota í iðnaði. Ekki kom þó til frekari nýtingar og situr Bleikjuholtið enn í dalverpinu, fannhvítt svo stafar af því. Nokkurra tíma ganga er að holtinu um hóla og hæðir og því töluverðum erfiðsmunum háð að ná í bleikjuna þótt einstaka keramiker hafi í gegnum árin skrölt þangað og sótt sér efni.
Ferð í Bleikjuholt, júlí 2016.
/
In a little valley in Mókollsdal á Ströndum lies the unique Bleikjuholt hillock, known as a location for kaolin or porcelain clay in Iceland. The name of the hillock is a reference to the clay itself, which is white or pale pink in colour and called "bleikja", meaning "pink". It is considered by many to be a healing balm. The clay patch is connected to an ancient geothermal heat in the area, and there is a weather-worn dyke around Bleikjuholt that once drew geothermal water from deep underground up towards the surface.
The area has, without doubt, been known of since ancient times and it is first mentioned in Ferðabók Eggerts og Bjarna in 1772. Between 1775 and 1785 the Danes studied the clay with the idea of using this domestic raw material for porcelain production, which had just begun at the royal porcelain factory in Copenhagen. A significant amount was sent to Denmark by ship, but it disappeared at sea, and so none of the clay was used in this process.
There was not much activity at the hillock for the next 150 years, but the British did do some research there around 1940, removing roughly 50 tons of kaolin by horse for industrial use. But that was the extent of its exploitation, and so Bleikjuholt still sits, pristine white, in the small alley. It is a walk of a few hours among the mounds and hillocks to get to this small hill, and therefore there is considerable difficulty to access the kaolin although over the years individual ceramicists have scrambled there to get hold of the material.
Trip to Bleikjuholt, July 2016