Postulín er samsett efni, nokkurs konar glerkenndur, hvítur massi, sem blandaður er saman úr nokkrum mismunandi jarðefnum í ákveðnum hlutföllum og brennt við háan hita, um 1250 - 1400°C. Frumblanda evrópsks postulíns er úr þremur efnum; kaolínleir, kvarsi og alkalífeldspati. Þessi efni eru afar algeng víðast hvar á jörðinni þar sem forn kísilrík meginlandsjarðskorpa hefur fyrir tilstilli vatns og annarra rofafla brotnað niður og myndað þykka bunka af bæði kaolínleir og kvarssandi. Kalíumfeldspat er einnig mjög algengur í berggrunni meginlandanna, og var áður aðallega unninn úr stórkristölluðu graníti, svokölluðu pegmatíti, en það var raunar einnig nýtt fyrir kvarsvinnslu. Á svæðum þar sem hreint kvars og kalíumfeldspat voru illfinnanleg voru önnur efni notuð í staðinn og því eru til ýmsar samsetningar á postulíni, með mismunandi eiginleika, lit, áferð og nýtingarmöguleika.
Postulín var fyrst þróað og unnið í Kína fyrir um 1500 – 2000 árum og lengi vel var postulín eingöngu framleitt þar. Það barst fyrst til Evrópu í lok 13. aldar og varð fljótt afar eftirsótt. Evrópubúum tókst þó ekki að framleiða alvöru hábrennt postulín fyrr í byrjun 18. aldar, meira en 1000 árum eftir að Kínverjar höfðu náð fullnaðartökum á því. Postulínsframleiðsla Evrópubúa hófst í Meissen í Saxlandi en breiddist síðar yfir til annarra Evrópulanda, svo sem Frakklands, Englands og Danmerkur. Á síðari hluta 18. aldar var konunglega danska postulínsfélagið, Den Kongelige Porcelænsfabrik (síðar þekktara sem Royal Copenhagen), stofnað og kviknaði þá áhugi Dana á íslenskum postulínsleir, sem kunnur var í Bleikjuholti í innanverðum Mókollsdal á Ströndum. Danir rannsökuðu leirinn um tíma en ekkert varð af nýtingu hans til postulínsframleiðslu Dana, en vinnsla hans hefði orðið kostnaðarsöm og Danir höfðu þegar aðgang að postulínsleir á Borgundarhólmi.
Porcelain is a composite material, a kind of vitreous, white mass, made out of several different minerals in defined ratios and fired at high temperatures, around 1250 – 1400°C (2280 – 2550°F). The original European porcelain mixture is made out of three minerals: kaoline clay, quartz and alkali feldspar. These minerals are abundant in many places where erosion has washed piles of kaoline clay and quartz sand out of ancient silicic continental crust. The continental crust is also rich of alkali feldspar, and before it used to be mined out of macrocrystalline granite called pegmatite, which was used for quartz mining as well. In areas where pure quartz and alkali feldspar was unavailable other minerals were used and accordingly there exist various porcelain mixtures, with different properties, colours, textures and applications.
Porcelain was first developed and produced in China around 1500 – 2000 years ago, and for a long while China was the sole producer. It arrived to Europe late 13th century and soon became very popular. Still Europeans didn’t manage to produce real high-fired porcelain until the dawn of the 18th century, more than 1000 years after the Chinese had mastered the skill. Porcelain production in Europe started in Meissen in Saxony but soon spread to other European countries, like France, England and Denmark. In the late 18th century the establishment of the Royal Danish Porcelain Factory (later known as Royal Copenhagen) sparked a Danish interest in Icelandic porcelain clay, known from a remote locality named Bleikjuholt in Mókollsdalur Valley in Strandir, northwest Iceland. The Danes studied the clay briefly but eventually didn’t use it for their porcelain production, as the mining would have been very expensive and they’d already found usable porcelain clay in Bornholm.
Á mælikvarða jarðsögunnar er Ísland ungt. Flestir menningarheimar jarðar hafa kviknað og þróast við jarðfræðilegar aðstæður sem ekki finnast hér á landi. Jarðræn ferli, sem mótað og breytt hafa berggrunni hinna ævafornu meginlanda á hundruðum eða jafnvel þúsundum milljóna ára, taka mörg hver of langan tíma til að hafa náð að vinna á jarðlögum Íslands. Þótt rof berggrunnsins sé hratt hér á landi hefur hægari ferlum, svo sem langvinnu og djúpu rofi af völdum vinda og vatns, orðið lítt ágengt á þeim skamma tíma sem íslenskt berg hefur verið ofan jarðar. Þar að auki er efnasamsetning íslensks bergs mjög frábrugðin bergi í nágrannalöndum okkar og uppsöfnun málma og nýtanlegra jarðefna í jarðskorpunni ólík því sem hér er.
Á Íslandi eru hin þrjú aðalefni postulíns mjög misalgeng, og sum sjaldgæf eða jafnvel ófinnanleg í hreinu formi. Kvars er það eina af þessum efnum sem telst algengt í óblönduðu formi, en það finnst bæði sem útfelling við forn og ný jarðhitasvæði, og sem sprungu- eða holufylling á jarðfræðilega eldri svæðum landsins. Kaólín finnst víða á jarðhitasvæðum, bæði lifandi og köldum, þar sem það myndast við upplausn bergs í súrum jarðhitavökva. Yfirleitt er það þó óhreint og mjög blandað öðrum efnum, svo sem járn- og títanoxíðum, kísli, gifsi og öðrum leirsteindum. Á örfáum stöðum finnst það þó nærri hreint og er þá nýtanlegt nánast óunnið til postulínsgerðar. Af frumhráefnum postulíns er alkalífeldspat sjaldgæfast á Íslandi. Það finnst sem frumsteind í líparíti og granófýr/graníti en er illvinnanlegt úr slíku bergi þar sem það er samtvinnað öðrum steindum eins og kvarsi, pýroxen og málmoxíðum.
Ástæðan fyrir því að frumhráefnin í postulín finnast ekki á Íslandi í sama magni og erlendis er jarðfræði landsins. Íslenskur berggrunnur er í grunninn basísk úthafsskorpa og inniheldur lítið magn kísils og alkalímálmanna natríums og kalíums öfugt við kísilríka jarðskorpu meginlandanna. Af þessum sökum hefur kaolín og kalíumfeldspat ekki náð að safnast upp í vinnanlegum mæli. Þótt mögulegt sé í sjálfu sér að einangra frumhráefnin og hreinsa með þróuðum efnafræðilegum aðferðum er það vart fýsilegt vegna kostnaðar og lítils vinnanlegs magns hráefna. Hér á landi verður því að leita annarra jarðefna, sem komið geta í stað hinnar hefðbundnu postulínsblöndu, ef búa á til einhvers konar íslenskt postulín. Hér neyðir sérstök jarðfræði landsins okkur því til að kanna aðrar leiðir sem hafa ekki verið rannsakaðar svo vel sé áður.
Ýmis hráefni koma til greina í íslenskt postulín í stað hinna hefðbundnu hráefna. Nærtækast er að mala súrt berg, svo sem líparít eða granít, enda inniheldur það bæði kvars og kalíumfeldspat í umtalsverðu magni. Í því sambandi er nauðsynlegt að skoða berg frá mismunandi hlutum landsins enda hlutfall alkalímálma nokkuð breytilegt eftir svæðum. Kvars finnst nokkuð hreint á jarðhitasvæðum víða um land, sem og í rofnum berggrunni landsins utan hins jarðfræðilega virka gosbeltis. Ljósan vikur má einnig nýta, bæði frá Heklu sem og af Snæfellsnesi, og þá þarf að kanna möguleg íblöndunarefni eins og kalsít, sem stundum er blandað í litlu magni í jarðleir og glerunga. Þessir möguleikar hafa lítið verið kannaðir en ljóst er að mikil ónumin gæði má finna í íslensku bergi víða um land.
Brynhildur Pálsdóttir starfar sem sjálfstætt starfandi hönnuður í Reykjavík en hún hefur tekið þátt í margvíslegum verkefnum. Þar á meðal eru Vík Prjónsdóttir, Stefnumót hönnuða og bænda, Súkkulaðifjöllin og Leirpotturinn. Brynhildur hefur einkum leitast við að skoða nærumhverfið í sinni hönnun og að nálgast viðfangsefni sín á þverfaglegan hátt í samvinnu við fólk úr öðrum greinum. Staðbundin hráefni og menning hvers staðar eru þannig leiðarstefin í verkefnum Brynhildar. Brynhildur hefur bæði starfað sem kennari við Myndlistaskólann í Reykjavik og Listaháskóla Íslands.
Ólöf Erla Bjarnadóttir er keramiker og deildarstjóri við Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Ólöf hefur í áratugi rekið eigið verkstæði, þar sem hún hefur unnið með postulín, bæði rennslupostulín sem og postulínsmassa. Þá hefur hún í gegnum árin þróað eigin aðferðir og hugmyndir, meðal annars tengt glerungum og litun postulíns. Verk Ólafar einkennast af ákveðinni tilraunamennsku og leitun að nýjum möguleikum í efni og vinnslu keramiks. Ólöf er rekstraraðili að Kirsuberjatrénu og hefur sýnt verk sín víða gegnum árin.
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands, hefur síðastliðinn áratug einbeitt sér að jarðfræðikennslu fyrir almenning og þróað ýmis verkefni og hugmyndir tengdar náttúrutúlkun og miðlun. Hann hefur komið víða við, starfað við óhefðbundna jarðfræðikennslu grunnskólanema á vegum Háskóla Íslands, svo sem við Vísindasmiðjuna, Háskóla unga fólksins og í Biophiliu, og séð um jarðfræðinámskeið fyrir almenning við Endurmenntun Háskólans. Árið 2015 gaf Snæbjörn út bókina Vegvísi um jarðfræði Íslands, þar sem fjallað er um jarðsögu og jarðfræði 100 íslenskra áfangastaða. Snæbjörn sá um nokkurra ára skeið um steindafræðikennslu við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en hefur frá 2020 starfað sem jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands.
Brynhildur Pálsdóttir works as a designer in Reykjavik and has participated or directed many diverse projects, e.g. Vik Prjonsdottir, Designers and Farmers, Chocolate Mountains and The Clay Pot. Brynhildur's design particularly addresses her local environment, while keeping interdisciplinary approach in collaboration with different professionals. As a result local materials and culture are the main focus of attention in her work. Brynhildur has lectured both at The Reykjavik School of Visual Arts and the Iceland Academy of the Arts.
Ólöf Erla Bjarnadóttir is a ceramicist and head of the Ceramic Department at The Reykjavik School of Visual Arts. Ólöf has for decades run her own ceramic studio, where she has worked porcelain, throwing, hand-building and casting it. During that time she has developed her own methods and ideas, relating for instance to ceramic glazes and coloured porcelain bodies. Ólöf's work are experimental and characterised by constant search for new possibilities in manipulating the material. Ólöf owns a part of the collaboratively run Kirsuberjatréð and has exhibited her work widely throughout the years.
Snæbjörn Guðmundsson, geologist at the Icelandic Museum of Natural History, has since 2009 focused on geoscience communication for the general public where he develops different ideas related to nature interpretation and communication. He has given lectures for children at various platforms within the University of Iceland, such as the Science Center, Youth University and Biophilia. He has also been a freelance lecturer at the University of Iceland Center for Continuing Education. Snæbjörn is the author of Exploring Iceland's Geology (2015, English translation 2016), a survey for general readers of 100 geological sites in Iceland. Snæbjörn was a lecturer of mineralogy at the University of Icelandʼs Faculty of Earth Sciences. He has been senior geologist at the Icelandic Museum of Natural History since 2020.